Vinna í júlí.

Hæ,


Alveg ágætis dagur í dag. Vaknaði reyndar allt of seint af því að ég fékk þá snilldarhugmynd að slökkva á öllum hljóðum í símanum. En þar sem að vinnan mín er nokkuð sveigjanleg í tíma og rúmi, þá skipti það nú ekki miklu máli.


Ég er búinn að dunda mér við það síðustu daga að lesa bloggið hans Helga og bara alveg frábær lesning. Fékk mig til að setjast niður í vinnunni og krota smá. Ég veit ekki hvort að ég kroti mikið, en krot er krot og krot er líf og þá er kannski smá gaman.


Anyway, sumarið er löngu komið í Danmörkinni. Ég er búinn að taka eina viku í frí og vinn þessa viku og tek svo tvær vikur í frí. Ég er mjög lítið á skráðu lögheimili og hef vanið komur mínar meira í suðurbæinn. Við skelltum okkur til Berlínar í síðustu viku. Vorum tvær nætur og það var alveg ágætt. Reyndar var veðrið leiðinlegt á fyrri deginum, og nýttum við daginn í að keyra til Oranienburg. Þar liggja leyfar af Sachsenhausen fanga/útrýmingabúðum nasista frá seinni heimsstyrjöldinni. Ansi magnað að sjá og í raun ótrúlegt þegar maður hugsar til þess að þeir voru bara 12 ár við völd.




Við skelltum okkur svo tilbaka og notuðum seinni daginn í að rölta um safna eyjuna í Berlín. Ofsalega flottar byggingar og sagan drýpur af hverju horni. Við skoðuðum sögusafnið, en létum nægja að kíkja á hin söfnin að utan. Mjög stórfenglegt og áhugavert.


Eftir þessa tvo daga trilluðum við til Hamburg og tókum stutt rölt í bænum og svo smá snarl á ánni. Hamburg verður klárlega stúderuð síðar. Flott borg og flottar byggingar inn á milli nútíma skrifstofubákna.


Eins og ég nefndi þá er ég á leið í tveggja vikna frí. Fyrstu vikuna verðum við einir, ég og Matthias, og pössum kettlinga sem koma á heimilið á fimmtudaginn. Það verður væntanlega bara gaman.


Ég kannski set myndir af kettlingunum um helgina ef ég fæ yfir eina athugasemd á þessa færslu.


Lifið heil og áfram Ísland.


ATS

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Get sent kettlingamyndir til baka

kv Munda
Helgi sagði…
Gaman að lesa, félagi. Endilega haltu áfram að pota inn setningum öðru hverju. Og myndum, vitaskuld.
Og takk aftur fyrir síðast.
/H.

Vinsælar færslur